Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2017

Þegar skólinn hefst á ný

Mynd
Slauga á leið í klifur í Svíþjóð, sumarið 2017. Mynd úr einkasafni. Slaugan er svo glöð! Hún er glöð af því að sumarið var geggjað. Hún er glöð af því að jólin nálgast. Og hún er svo glöð af því að skólinn er byrjaður. Á meðan sumir myndu eflaust dæsa og hugsa til sumarsins með mikilli eftirsjá, er Slaugan syngjandi sæl á fyrsta skóladeginum. Ekki af því að sumarið var svo leiðinlegt, ó nei, heldur af því að skólinn er málið! Ný stundatafla, nýjar skólabækur, nýir kennarar, lögfræði, þjóðhagfræði, fjármál og utanríkisverslun. Og svo auðvitað ,,vekjaraklukkan“ að pikka í mann eldsnemma á morgnana. Þetta kallast sko alvöru rútína. Svo má ekki gleyma öllu skóladjamminu sem er alls ekki leiðinlegt! Slaugan ætlar sér sko að njóta þess að vera annars árs nemi í viðskiptafræði og vonast til að læra eitthvað í hausinn á sér. Hún heldur nefnilega að menntun skipti máli og sé í raun mannréttindi.  Hún veit líka að ekki allir í heiminum hafa tækifæri til að mennta sig, þrát...

Að leyfa fötluðu barninu sínu að finna sig sjálft

Mynd
Lítil Slauga að klifra upp í tré. Mynd úr einkasafni. Ég sat einu sinni fyrirlestur hjá blinda umferliskennaranum Daniel Kish  . Kish missti sjónina rúmlega eins árs, en þrátt fyrir það hefur hann vakið mikla athygli vegna þess hve sjálfstæður hann er. Hann kom til Íslands til að halda fyrirlestur árið 2013 og fjölmiðlar fóru á flug við að fjalla um hvað þessi gaur væri ótrúlegur. Hann var ótrúlegur af því að hann er alveg blindur en sást samt ganga upp Esjuna án stuðnings og hjóla um alveg einn síns liðs. Þetta þótti mörgum ótrúlegt í ljósi þess að maðurinn sæi ekki neitt. Það er nefnilega það að margir halda að það að hafa einhverja fötlun þýðir að sá fatlaði geti lítið. Slíkt viðhorf kallast ableismi, en eins og orðið gefur til kynna þýðir það að einhver sem sér fatlaðan einstakling heldur að viðkomandi hafi mjög skerta getu (e. able). Þetta er í raun frekar nýlegt hugtak og flókið, en snýr að hugmyndum fólks um útlit, fegurð og þess háttar. Ég las um daginn að...

Furðuleg samskipti: Frásagnir fatlaðs fólks um öráreitni úr daglegu lífi

Mynd
 „ Shallow understanding from people of good will is more frustrating than absolute misunderstanding from people of ill will. Lukewarm acceptance is much more bewildernig than outright rejection.“ - Martin Luther King Jr., 1963   Hefur þú einhvern tímann farið í bankann og lent í furðulegum samskiptum við gjaldkerann? Þú ætlaðir kannski að kaupa gjaldmiðil vegna ferðar erlendis, en þá spurði gjaldkerinn þig hvernig þú ætlaðir að eyða peningunum? Þú ert ekki alveg viss hvernig þú ættir að taka þessari spurningu, en ákveður að túlka þetta sem svo að gjaldkerinn sé bara að sinna skyldum sínum og athuga hvort hann geti veitt þér einhverja frekari þjónustu. Þú segist vera að fara til Parísar með unnusta þínum og þyrftir því þúsund evrur í reiðufé. „Já, er það?“ segir gjaldkerinn undrandi „Hvernig er annars kynlífið ykkar?“ Þessi spurning hefur án efa komið þér alveg í opna skjöldu, enda mjög óviðeigandi af bankastarfsmanni að spyrja út í kynlíf viðskiptavina. Þe...

Íslenskar almenningssamgöngur frá bæjardyrum öryrkjans

Mynd
„Er lest á Íslandi? Ha? Afhverju ekki? Hvernig komist þið eiginlega á milli staða?“ Þessum spurningum hef ég oft þurft að svara þegar  norrænir vinir mínir fara að velta íslenskum samgöngum fyrir sér. Í fyrsta skipti sem ég fékk svona dembu yfir mig vissi ég  ekki hvaðan á mig stóð veðrið, enda hafði ég aldrei leitt hugann að þessu. Ég greip því til þess ráðs að skálda upp svör og komast þannig undan frekari spurningum, enda góð í að bulla. Svar mitt var á þá leið að lest mengar mikið, eyðileggur náttúrufegurðina auk þess sem við Íslendingar hefðum ýmsa aðra samgöngukosti. En síðan þá hef ég nokkrum sinnum fengið sambærilegar spurningar og því oft velt þessu fyrir mér og reynt að mynda mér einhverja skoðun.             Ég veit í raun ekkert um það hve mikið lest mengar, en ég fékk hugmyndina að því að hún væri mengandi frá gamaldags lestum sem t.d. má finna í teiknimyndasögunum um Lukku-Láka, en þær eru knúnar...

Föstudagsslamm: Sullað með regnbogalitina

Mynd
Ne i  hvað   er að frétta? Er Gleðigangan á morgun?! Hvað á Slaugan nú að gera??? Það er föstudagur og Slaugan að koma sér í helgargírinn. Þegar það er fössari er víst ekkert annað hægt að gera en að lífga aðeins upp á bloggið með einhverju skemmtilegu slammi. En hvað er skemmtilegt slamm? Hmmm... Ég veit! Það er REGNBOGAKOKTEILGERÐ!!! Það er nefnilega svo ótrúlega margt sem er hægt að bralla í tilraunaeldhúsinu: eldamennska, bakstur, drykkjargerð... Slauga hefur lengi vel verið frekar hrifin af kokteilum, en best finnst henni þó að búa þá sjálf til. Það er fáránlega skemmtilegt að sulla með allskonar áfengi, safa og gos, pæla í glösunum og setja saman skreytingar. Það er nefnilega þrennt sem gerir drykk að góðum kokteil: Hráefni Glas Skreyting  Á meðan Margaríta er gerð úr Tequila og  venjulega sett í frekar grunnt glas inniheldur klassískur Tom Collins kokteill gin og er borinn fram í háu glasi og Daiquiri er gjarna úr romm...

Klofna kerfið: Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og samstarfs milli aðila

Mynd
Ég var fatlað barn, þó að það fór ekki að bera á því fyrr en ég var rúmlega fimm ára. Íslenska er móðurmál mitt, en ég lærði íslenskt táknmál þegar heyrnin fór að versna. Ég fékk kuðungsígræðslu báðum megin þegar ég var sjö ára, og mætti reglulega í talkennslu þar til ég var tólf ára. Ég er afar þakklát fyrir allt þetta, enda grunar mig að lífið hefði orðið allt annað ef ég hefði verið svipt einhverju af ofangreindu, t.d. táknmálskennslu eða kuðungsígræðslu. Það að grípa inn í eins fljótt og unnt er þegar barn missir heyrn kallast snemmtæk íhlutun. Ég tel afar mikilvægt að kerfið geri ráð fyrir þessum börnum og leiti allra leiða til að auka lífsgæði þeirra og möguleikana á að ná eðlilegum þroska. Það er nefnilega mjög slæmt ef heyrnarlaust eða daufblint barn festist í kerfinu. Á meðan heyrandi börn læra að tala með því að hlusta og herma eftir hljóðum ná heyrnarlaus börn málþroska í gegnum táknmál. Málið fer þó að flækjast þegar kemur að börnum sem bæði sjá og heyra illa og því e...

Fatlaða búningapartýið: Fatlað fólk í sjónvarpi

Mynd
Hefur þú séð La Famille Bélier? Hún er mögnuð. Hefur þú heyrt um Me Before You? Hún er ótrúleg. Hefur þú tekið eftir Artie Abrams í Glee-þáttunum? Hann er cool. Ég er mikið kvikmyndanörd enda á ég yfir 100 DVD-myndir og er alltaf eitthvað að djöflast á Netflix. Þegar ég horfi á mynd eða þátt vil ég fyrst vita allt um hana, hvað hún fær háa einkunn á IMDB, hverjir leika í henni, hver samdi títlalagið, um hvað hún fjallar, hvar hún gerist o.s.frv. Svo á meðan ég horfi geri ég athugasemdir við frammistöðu leikaranna, tónlistina, sögusviðið og söguþráðinn. Ég lærði nefnilega leiklist í mörg ár í grunnskóla og tók 3 leiklistaráfanga í framhaldsskóla og tel mig því vera ágæta í að taka eftir smáatriðum og hef oft sterkar skoðanir á hvernig leikararnir og leikstjórarnir standa sig. En ég hef líka ýmislegt að segja um hvernig leikarar vinna og hvernig þeir eru valdir. Ég hef t.d. oft séð viðtöl við fræga Hollywood-leikara þar sem þeir tala um að þurfa að þyngja sig fyrir þetta hlutverk,...

Slaugan tékkar sig inn

Mynd
Jæja, loksins tók ég mig saman og henti í mitt eigið blogg! Hef reyndar ekki hugmynd um það hvað í fjáranum ég á að blogga um, eða hvernig bloggið lúkkar.  Ég bara ýtti á öll sniðin og litina sem mér leist vel á og það lítur út fyrir að ég muni fara sömu leið við að skrifa. Svona gerist þegar daufblindri manneskju er hleypt á netið; Slauga random-tékkar bara! Já, ég er daufblind. Ef þú veist ekki hvað það er, myndi ég ráðleggja þér að gúggla það. Ég er heyrnarlaus og sé reyndar svo lítið að augnlæknirinn líkir sjóninni minni við að sjá út um klósettpappírsrúllu. Ég nota bæði íslensku og íslenskt táknmál í daglegu lífi og finnst ótrúlega gaman að læra ný tungumál, enda algjört polyglot. Það er kannski ekki svo slæmt hobbý, því ég er viðskiptafræðinemi og finnst gaman að vera innan um annað fólk. Þó að maður sjái hvorki né heyri þá þýðir það ekki að maður sé algjör félagsskítur, það er bara misskilningur. Ég er manneskja, meira að segja félagsvera og ég vil geta tjáð mig og haft s...