Þegar skólinn hefst á ný
Slauga á leið í klifur í Svíþjóð, sumarið 2017. Mynd úr einkasafni. Slaugan er svo glöð! Hún er glöð af því að sumarið var geggjað. Hún er glöð af því að jólin nálgast. Og hún er svo glöð af því að skólinn er byrjaður. Á meðan sumir myndu eflaust dæsa og hugsa til sumarsins með mikilli eftirsjá, er Slaugan syngjandi sæl á fyrsta skóladeginum. Ekki af því að sumarið var svo leiðinlegt, ó nei, heldur af því að skólinn er málið! Ný stundatafla, nýjar skólabækur, nýir kennarar, lögfræði, þjóðhagfræði, fjármál og utanríkisverslun. Og svo auðvitað ,,vekjaraklukkan“ að pikka í mann eldsnemma á morgnana. Þetta kallast sko alvöru rútína. Svo má ekki gleyma öllu skóladjamminu sem er alls ekki leiðinlegt! Slaugan ætlar sér sko að njóta þess að vera annars árs nemi í viðskiptafræði og vonast til að læra eitthvað í hausinn á sér. Hún heldur nefnilega að menntun skipti máli og sé í raun mannréttindi. Hún veit líka að ekki allir í heiminum hafa tækifæri til að mennta sig, þrát...