Færslur

Sýnir færslur frá september, 2021

Sultugerð fyrir byrjendur

Mynd
Bláberjasulta og rifsberjahlaup. Mynd úr einkasafni.   Sultugerð er eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa. Ég er alin upp á heimili   þar sem allskonar ber, grænmeti og ávextir eru ræktaðir og hef horft á foreldra mína og ættingja gera sultur og fleira úr eigin hráefnum. Í ár ákvað ég að taka mig til og fara að læra að gera mína eigin sultu. Hugmyndin kom þegar ég frétti að það væru mikið af bláberjum við sumarbústaðinn okkar. Ég nældi mér því í eitt og hálft kíló af íslenskum bláberjum og eftir að hafa gert eina bláberjaostaköku og borðað skyr með bláberjum fór ég í tilraunaeldhúsið. Mynd úr einkasafni. Eftir vel heppnaða frumtilraun með bláberin ákvað ég að taka næsta skref og læra að gera rifsberjahlaup. Föðuramma mín er sérfræðingur í að gera rifsberjahlaup, enda vex slatti af rifsberjum í garðinum hennar. Ég fékk leyfi til að tína rifsber hjá henni og leiðbeiningar hvernig   best væri að gera hlaupið. Ég náði í tvö kíló af rifsberjum, það var meira til á runnunum en ég þo