Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2019

Baráttan við bakið

Mynd
Hryggjarskekkja (e. scoliosis) er eitthvað sem margir kannast við. Það er eðlilegt að vera með örlitla skekkju, svo lengi sem hún fer ekki yfir fjörutíu gráður. Ef skekkjan fer yfir þau mörk getur hún haft heilsuspillandi áhrif og þá þarf að athuga með hana. Ég var bara krakki þegar fyrst fór að örla á hryggjarskekkju hjá mér. Í kjölfarið var ég send í röntgen-myndatöku. Fyrstu myndirnar staðfestu smá skekkju, en ekkert sem læknirinn taldi alvarlegt.   Eftir það hef ég verið send nokkrum sinnum í viðbót í röntgen til að fylgjast með bakinu. Það eru nefnilega margir með minn sjúkdóm sem fá slæma hryggjarskekkju, en það er ekki vitað fyrir víst hvers vegna. Tilgátur eru uppi um að líkami okkar hafi ekki nægilegan styrk til að halda hryggnum uppi og að taugakerfið spili þar inn í, en það hefur þó ekki verið almennilega sannað svo ég viti til. Sjúkra- og iðjuþjálfarar hafa haft auga með mér í gegnum árin, kennt mér rétta líkamsbeitingu og útvegað mér ýmis hjálpartæki á borð v

Íslenskt táknmál í útrýmingarhættu: Hvað getum við gert?

Mynd
- Íslenskt táknmál (ÍTM) er jafnrétthátt íslensku skv. lögum.   Þrátt fytir það er þetta fallega mál í útrýmingarhættu að mati sérfræðinga, og hafa margir áhyggjur af því. Ég var mjög ung þegar ég kynntist ÍTM fyrst. Það var þegar eldri systir mín missti heyrnina og öll fjölskyldan þurfti að læra íslenskt táknmál. Svo missti ég sjálf heyrnina og byrjaði formlega   að læra ÍTM á leikskóla fimm ára gömul. En þrátt fyrir að hafa byrjað að læra ÍTM ung finnst mér ég enn í dag ekki kunna málið nægilega vel. Það er líklega skólakerfinu að kenna, ég lærði bara ÍTM í sjö ár í grunnskóla og engar kröfur voru gerðar um að læra málfræðina. Í táknmálstímum lásum við upp sögur á táknmáli, spiluðum og spjölluðum. Kennararnir voru ekki táknmálsfræðingar og sumir höfðu jafnvel engin kennsluréttindi.   Það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég   áttaði mig á því hve takmörkuð þekking mín á ÍTM   væri. Ég ákvað nefnilega að taka stöðupróf í   ÍTM. Þegar ég spurðist fyrir hvernig best væri að