Slaugan tékkar sig inn
Jæja, loksins tók ég mig saman og henti í mitt eigið blogg!
Hef reyndar ekki hugmynd um það hvað í fjáranum ég á að blogga um, eða hvernig
bloggið lúkkar. Ég bara ýtti á öll
sniðin og litina sem mér leist vel á og það lítur út fyrir að ég muni fara sömu
leið við að skrifa. Svona gerist þegar daufblindri manneskju er hleypt á netið;
Slauga random-tékkar bara!
Já, ég er daufblind. Ef þú veist ekki hvað það er, myndi ég
ráðleggja þér að gúggla það. Ég er heyrnarlaus og sé reyndar svo lítið að
augnlæknirinn líkir sjóninni minni við að sjá út um klósettpappírsrúllu. Ég
nota bæði íslensku og íslenskt táknmál í daglegu lífi og finnst ótrúlega gaman
að læra ný tungumál, enda algjört polyglot. Það er kannski ekki svo slæmt
hobbý, því ég er viðskiptafræðinemi og finnst gaman að vera innan um annað
fólk. Þó að maður sjái hvorki né heyri þá þýðir það ekki að maður sé algjör
félagsskítur, það er bara misskilningur. Ég er manneskja, meira að segja
félagsvera og ég vil geta tjáð mig og haft samskipti við annað fólk. En til að
ná því markmiði þarf ég að fara aðeins óhefðbundari leiðir. Það eru til fullt
af leiðum til að hafa samskipti við aðra, ég á pottþétt eftir að skrifa
bloggfærslu um það síðar. Blogg er nefnlega bara enn ein leiðin til að tjá sig,
krakkar.
Þetta er víst bara fyrsta færslan og því heldur snubbótt. En
ég ætla mér að setja heilan helling af drasli til að lesa hingað inn á
næstunni, enda nóg til á lager.
Stop talking, keep walking!
Ummæli
Skrifa ummæli