Umfjöllun um þættina Squid Game: Hvað eru krakkarnir eiginlega að horfa á?
Spoiler Alert: Eftirfarandi grein inniheldur upplýsingar um það hvað gerist í þáttunum Squid Game. Leikurinn er afar sakleysislegur við fyrstu sýn, svona eins og Ein króna sem við lékum kannski sem börn. En leikreglurnar hafa eitthvað breyst. Ef þú tapar þá ertu ekki aðeins úr leik, þú deyrð. Þetta er því ekki lengur sakleysislegur barnaleikur heldur leikur upp á líf eða dauða. Squid Game er mögulega ein vinsælasta sería unga fólksins í dag. Allir eru að tala um þættina og hvað þeir eru geggjaðir. Undirrituð ákvað því að kíkja á þá, og við henni blasti allsherjar útrýming á utangarðsfólki. Þættirnir minna á Hungurleikana eftir höfundinn Suzanne Collins þar sem ákveðnum samfélagshópi er refsað fyrir stöðu þeirra, og þau hafa í raun ekkert val um eigin örlög. Þetta er dálítið eins og alsæiskenning Michel Foucaults sem segir að einstaklingurinn er alltaf undir eftirliti, ekki aðeins stofnana heldur samfélagsins í heild. Ef einstaklingurinn brýtur óskráðar reglur eða pas