Færslur

Umfjöllun um þættina Squid Game: Hvað eru krakkarnir eiginlega að horfa á?

Mynd
    Spoiler Alert: Eftirfarandi grein inniheldur upplýsingar um það hvað gerist í þáttunum Squid Game.   Leikurinn er afar sakleysislegur við fyrstu sýn, svona eins og Ein króna sem við lékum kannski sem börn. En leikreglurnar hafa eitthvað breyst. Ef þú tapar þá ertu ekki aðeins úr leik, þú deyrð. Þetta er því ekki lengur sakleysislegur barnaleikur heldur leikur upp á líf eða dauða.   Squid Game er mögulega ein vinsælasta sería unga fólksins í dag. Allir eru að tala um þættina og hvað þeir eru geggjaðir. Undirrituð ákvað því að kíkja á þá, og við henni blasti allsherjar útrýming á utangarðsfólki. Þættirnir minna á Hungurleikana eftir höfundinn Suzanne Collins þar sem ákveðnum samfélagshópi er refsað fyrir stöðu þeirra, og þau hafa   í raun ekkert val um eigin örlög. Þetta er dálítið eins og alsæiskenning Michel Foucaults sem segir að einstaklingurinn er alltaf undir eftirliti, ekki aðeins stofnana heldur samfélagsins í heild. Ef einstaklingurinn brýtur óskráðar reglur eða pas

Sultugerð fyrir byrjendur

Mynd
Bláberjasulta og rifsberjahlaup. Mynd úr einkasafni.   Sultugerð er eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa. Ég er alin upp á heimili   þar sem allskonar ber, grænmeti og ávextir eru ræktaðir og hef horft á foreldra mína og ættingja gera sultur og fleira úr eigin hráefnum. Í ár ákvað ég að taka mig til og fara að læra að gera mína eigin sultu. Hugmyndin kom þegar ég frétti að það væru mikið af bláberjum við sumarbústaðinn okkar. Ég nældi mér því í eitt og hálft kíló af íslenskum bláberjum og eftir að hafa gert eina bláberjaostaköku og borðað skyr með bláberjum fór ég í tilraunaeldhúsið. Mynd úr einkasafni. Eftir vel heppnaða frumtilraun með bláberin ákvað ég að taka næsta skref og læra að gera rifsberjahlaup. Föðuramma mín er sérfræðingur í að gera rifsberjahlaup, enda vex slatti af rifsberjum í garðinum hennar. Ég fékk leyfi til að tína rifsber hjá henni og leiðbeiningar hvernig   best væri að gera hlaupið. Ég náði í tvö kíló af rifsberjum, það var meira til á runnunum en ég þo

Sólskinsskyrterta Slaugu

Mynd
Karamelluskyrterta. Mynd úr einkasafni.   Mér hefur alltaf þótt gaman að baka og prófa mig áfram með allskonar hráefni. Um daginn smakkaði ég nýja saltkaramelluskyrið og datt strax í hug að setja það í köku. Skyrið er sætt og gott og mér fannst það þess vegna fullkomið í dessert. Eftir miklar vangaveltur, smá rannsóknarvinnu og tilraunir í litla stúdentaeldhúsinu varð til ljómandi góð og vel heppnuð skyrterta. Hún er svo góð að ég ákvað að deila uppskriftinni svo fleiri geti notið sælunnar. Það var erfiðast að ákveða hvað setja ætti í botninn, þar sem hægt er að nota allskonar kex. Ég endaði þó á að nota LU kex að ráði móður minnar. Einnig sá ég að fólk notar mismikið af smjöri á móti kexi, allt frá 50g upp í 200g, en á endanum fann ég út að 50g dugar. Í fyllinguna setti ég einungis þeyttan rjóma og saltkaramelluskyr, og ofan á notaði ég gamla fjölskylduuppskrift að karamellukremi og krispí súkkulaðikurl. Kakan heppnaðist ótrúlega vel og ég mæli klárlega með henni fyrir sælkera.  

Besta áramótatiramisu-ið

Mynd
  Tiramisu. Mynd af https://www.askchefdennis.com/the-best-tiramisu-you-will-ever-make/ Jól og áramót eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það sem gerir þau svo aðlaðandi í mínum huga eru allar skreytingarnar, stemmningin, samveran og maturinn að ógleymdum kærleikanum.   Ég legg mikið upp úr jóla- og áramótamatnum enda er markmiðið alltaf að borða á sig gat. Ég elda reyndar ekki matinn sjálf en hins vegar er ég farin að dunda mér við að gera eftirréttina. Á mínu heimili skiptum við með okkur verkum og nú seinast sáum við pabbi um eftirréttina. Hann gerði ris a la mande   með karamellurjóma fyrir aðfangadagskvöld og cherry fromage á   jóladag á meðan ég gerði Toblerone súkkulaðimús á öðrum í jólum og tiramisu á gamlárskvöld.   Ég er vön að gera súkkulaðimús svo þetta var ekkert mál, en tiramisu var mun meiri áskorun. Eftir að hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu um hið klassíska ítalska tiramisu ákvað ég að fylgja uppskrift eftir  kokkinn Dennis Littley . Sá stagaðist mikið á smáatriðum

Draumurinn um háskólagráðu

Mynd
Slauga viðskiptafræðingur. ,,Fyrst klárar þú grunnskóla, svo getur þú farið í menntaskóla og svo alla leið í háskóla.“ Þetta sagði kennarinn minn við mig einn daginn í 5. bekk þegar ég hafði leyst enn eitt verkefnið og var að sýna henni afraksturinn. Hún hafði greinilega fulla trú á mér en ég horfði bara á hana og sagði hneyskluð: ,,En það er svo langt þangað til!“ Núna, rúmum þrettán árum síðar hef ég lokið öllum þessum skólastigum. Tíminn leið hraðar en ég bjóst við <en draumurinn um   að fara í háskóla var alltaf til staðar. Einhverjir myndu segja að menntun sé ofmetin, en mér var kennt að meta menntun og að hún væri lykillinn að velferð. Ef ég var við það að gefast upp á náminu, sem gerðist af og til, hugsaði ég til langafa míns, fátæka bóndans á Ströndum, sem stritaði allt sitt líf til þess að afi minn og bræður hans gætu gengið menntaveginn. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að menntast á Íslandi, hvað þá fyrir fátækan bóndason eins og afa. En allt stritið borgað

Gamlárspístill: Klikkaða árið 2019

Mynd
Slauga á Akureyri jólin 2019. Áramót, enn og aftur... 2019 er senn á enda og stutt í að næsti áratugur taki við. Þetta ár hefur verið heldur viðburðarríkt hjá mér, og sömuleiðis áratugurinn. Á þessum áratug lauk ég tveimur skólastigum og hóf það þriðja, uppgötvaði Crossfit og gaf út bók. Þá fékk ég einnig NPA, keypti mína fyrstu bífreið og flutti að heiman. Svo ég tali nú ekki um að hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu og farið að taka slatta af B2-vítamíni á hverjum degi. Þetta hefur svo sannarlega verið viðburðarríkur áratugur hjá mér, en nú   langar mig aðeins að staldra við og líta yfir árið sem er að líða, sem sagt 2019. 2019 hófst með látum í stofunni heima hjá foreldrum mínum. Venjan á heimilinu er að skála í freyðivíni á miðnætti, og í þetta skipti var vínflastan sett í hendurnar á mér og allir biðu eftirvæntingarfullir eftir að ég opnaði hana. Það tókst þó ekki betur til en svo að vínið gusaðist yfir mig þegar ég loks náði tappanum af, enda hafði ég ekki gætt að

Fyrirbæri sem nefnist RTD

Mynd
Í gær var RTD Awareness Day, en ég hafði ekki tíma til að spá almennilega í því enda brjálað að gera. En ég ætla að bæta það upp og skrifa smá um þennan skrýtna félaga í dag. Ég hef skrifað um RTD áður á þessu bloggi, en RTD er sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur. RTD stendur fyrir Riboflavin Transporter Deficiency, og felst í stökkbreytingu sem veldur því að líkaminn tekur ekki við riboflavin, öðru nafni B2 vítamín. Ég var 15 ára þegar ég fékk greiningu, en það var Íslenskri erfðagreiningu að þakka. Eiginlega er ótrúlegt að ég hafi náð að þrauka í heil 15 ár án greiningar, þar sem RTD getur verið afar banvænn sjúkdómur. Lítið er vitað um RTD, en nú eru einhverjar rannsóknir í gangi sem fólk bindur miklar vonir við. Þetta er þó það sjaldgæfur sjúkdómur að erfitt er að gera góða og gilda rannsókn án þess að sé mikil skekkja í niðurstöðum. Svo ekki sé minnst á að það er ekki langt síðan genið sem veldur RTD fannst, varla meira en tíu ár síðan. Þess vegna er ekki til nein lækning v