Úr tilraunaeldhúsi Slaugu
Slauga á pítsunámskeiði á Ítalíu 2017. |
,,You are
what you eat.“
Þessa
setningu hef ég oft fengið að heyra í gegnum tíðina. Þegar ég stundaði
lyftingar á fullu var mælt með því að ég borðaði nóg af hollum og næringaríkan mat
fyrir æfingar og sagan endurtók sig í boxi og Crossfit. Maturinn sem ég borða á
nefnilega ekki bara að veita orku, heldur líka næringu.
Það skal
viðurkennt strax að ég er ekki hollustufrík, sérstaklega ekki þegar ég var unglingur.Þá
var ég alltaf að gleyma að borða og þegar ég borðaði vildi ég helst bara það
sem mér fannst gott, eins og pizzur, nammi og bakkelsi. Sjúkraþjálfarinn minn
tók eftir því og var óþreytt við að telja upp allar kaloríurnar. Ég man að það
var til dæmis skíðatæki á æfingarstöðinni sem mældi vegalengd í hringjum. Ég
var oft að nota þet ta tæki og þjálfarinn grínaðist með að ég gæti fengið einn
hring af snúð fyrir hvern hring af skíði, þannig að ég fór oft marga hringi í
einu.
En nóg um
það, ég er ekki eins sjúk í óhollan mat í dag. Ég er reyndar grænmetisæta, en
tel mig ekki eiga rétt á því að kalla mig vegan þar sem ég borða enn stundum
mjólkurvörur, fisk og egg. Ég var tólf ára þegar ég ákvað að gerast
grænmetisæta, en það var af því að eldri systir mín byrjaði. Mér fannst
maturinn sem hún fékk spennandi og vildi verða eins og hún. Ég leyfði mér þó
enn að borða mjólkurvörur, egg, fisk og villibráð.
Síðan þá
hefur mataræðið hjá mér breyst örlítið, ég hætti að borða fisk og mjólkurvörur
tímabundið, byrjaði aftur að borða kjúkling en hætti eftir tvö ár o.s.frv. Á
þessum rúmlega ellefu árum hef ég einnig myndað með mér skoðanir á mat. Ég ætla
ekkert að vera að minnast á þær í þessari grein, enda gætu sumar þeirra verið
eldfimar. En ég er þó sátt með það sem ég borða í dag, ég hallast æ meira að
veganisma en ég banna sjálfri mér samt ekki neitt.
Nokkrar vel valdar uppskriftir
Það er alveg hreint ótrúlegt hvað jurtaríkið hefur upp á
að bjóða. Síðan ég flutti að heiman í janúar á þessu ári hef ég oft eytt tíma í
litla eldhúsinu mínu við að gera tilraunir með mat. Ég kaupi helst ekki
dýraafurðir sjálf svo ísskápurinn minn er alltaf fullur af grænmeti, ávöxtum,
baunum og öðru vegan gúmmelaði. Ég elska
að leika mér með allt þetta grænmeti, baunir, gervikjöt, sósur, pasta, brauð,
mjöl....
Nú ertu kannski að velta því fyrir þér hvernig ég fari að því að elda, daufblind og hreyfihömluð. Það er í raun lítið mál fyrir mig að elda með réttri aðstoð. Ég leiðbeini aðstoðarfólkinu mínu og útskýri hvernig á að gera hitt og þetta ef þarf, þær skera, hræra, sjóða, baka...
Ef þú hefur séð teiknimyndina Ratatouille þá hefur þú kannski einhverja hugmynd hvað ég er að tala um, þó ég sé kannski ekki að toga í hár aðstoðarfólksins eins og rottan í myndinni. Held það yrði nú ekki mjög vinsælt ef ég færi að taka upp á því.
Ég ætla að deila hér nokkrum uppskriftum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég nota oft
tilbúnar uppskriftir en aðlaga þær að eigin matarsmekk og því sem ég á. Mér
finnst til dæmis óþarfi að vera að fara út í búð að kaupa til dæmis hvítkál og
kartöflur þegar ég á gulrætur og blómkál. Ég sæki innblásturinn af netinu,
matreiðslubókum og uppskriftum frá ömmu. Mér var kennt að nýta matinn sem ég á
og vera óhrædd við að gera tilraunir með allskonar hráefni.
Það eru reyndar engar myndir af réttunum, en ég býst við að þú hafir nógu fjörugt ímyndunarafl til að sjá þetta fyrir þér, svona eins og ég geri þegar ég er að lesa uppskriftir.
Djúsí Quesadillas
1/4 dós svartar baunir
3 tortillakökur
Salsa sósa
Ólífuolía
Salt og pipar
Aðferð
Skolið svörtu baunirnar með köldu vatni. Skerið jalapeno í smátt og blandið saman við svörtu baunirnar. Bætið ananas og maís út í, blandið saman og saltið og piprið eftir smekk.
Smyrjið baunablöndunni á annan helminginn af tortilla kökunum en salsa sósu á hinn. Rífið smá vegan ost yfir og brjótið loks kökurnar saman í hálfmána.
Penslið kökurnar með smá ólífuolíu og setjið í ofn. Eldið þar til kökurnar verða stökkar og osturinn bráðinn, um það bil kortér.
Það er gott að bera þetta fram með Oatly sýrðum rjóma eða guccamole, en kökurnar eru líka geggjaðar einar og sér.
Guðdómlegt gulrótargratín
Systir mín gerir stundum gulrótagratín sem mér finnst mjög gptt en það
inniheldur þó slatta af mjólkurvörum. Ég ákvað því einn daginn að veganvæða
uppskriftina og útkoman heppnaðist mjög vel. Systir mín notar reyndar tvíbökur
og kryddar þær með rósmarín í staðinn
fyrir Ritz, sem er líka gott. Gratín flokkast venjulega sem meðlæti en mér
finnst þetta gratín svo gott að ég borða það oftast bara eintómt. Nóg um það,
hér kemur uppskriftin:
Innihald
6 bollar gulrætur, skolaðar, skornar í þykkar sneiðar og
óhýddar.
1 ¼ bolli malað Ritz
kex
5 msk smjörlíki (Ljómi er t.d. vegan)
1 tsk þurrkað dill
4 msk hveiti
½ tsk salt
¼ tsk negull
svartur pipar
2 bollar veganmjólk (ég nota möndlu en það er líka hægt að
nota t.d. hnetu eða kókos).
1 ½ bolli rifinn veg an ostur með cheddar bragði (t.d. frá
Violife, má líka nota annað bragð ef vill).
Aðferð
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eldfast mót. Sett til hliðar
Setjið gulrætur í box og í örbylgjuofninn. Eldið á háum hita
í um 7 mínútur með loki. Þær eiga að
verða mjúkar en samt í heilu lagi. Takið úr örbylgjuofninum og takið lokið af
boxinu.
Bræðið 2 msk af smjörlíki í lítilli skál. Bætið Ritz kexi og
dill út í og setjið til hliðar.
Setjið restina af smjörlíkinu á pönnu og bræðið. Bætið
hveiti, salti, negul og pipar út í og eldið í um mínútu. Hrærið á meðan.
Bætið mjólkinni út í og hrærið þar til blandan fer að sjóða.
Leyfið að malla í smá eða þar til blandan þykknar áður en slökkt er á hitanum.
Rífið vegan ostinn og bætið út í, hrærið þar til blandan verður smooth.
Blandið gulrótum vandlega saman við ostablönduna og passið
að þær séu vel þaktar. Hellið því næst blöndunnni í eldfasta mótið og toppið
með Ritz-blöndunni.
Bakið í ofni í 25 mínútur eða þar til allt er eldað í gegn,
ostasósan orðin loftkennd og kexið ögn gullinbrúnt.
Tófú í karrí
Þessi réttur er mjög einfaldur en ljúffengur. Smá stór
skammttur en rétturinn hentar jafn vel daginn eftir.
Ég hef þó oft heyrt fólk kvarta yfir því hvað tófú er bragðlaust, það sé eins og að borða strokleður. Ég er kannski enginn kokkur, en ég held að fólk sé kannski að borða tófú vitlaust. Hér er eitt gott trix áður en þú ferð í að elda tófú: láttu tófúið marínerast í smá tariyaki sósu með chili, hvítlauksdufti og olíu. En annars á tófúið að drekka rauða karríið í sig. Bara EKKI nota Silken tófú, það er ekki hugsað til að steikja.
Innihald
1 kubbur firm tófú
Ég hef þó oft heyrt fólk kvarta yfir því hvað tófú er bragðlaust, það sé eins og að borða strokleður. Ég er kannski enginn kokkur, en ég held að fólk sé kannski að borða tófú vitlaust. Hér er eitt gott trix áður en þú ferð í að elda tófú: láttu tófúið marínerast í smá tariyaki sósu með chili, hvítlauksdufti og olíu. En annars á tófúið að drekka rauða karríið í sig. Bara EKKI nota Silken tófú, það er ekki hugsað til að steikja.
Innihald
1 kubbur firm tófú
dass af ólívuolíu
1 – 2 hvítlauksrif (eftir smekk)
½ dós rautt karrí
1 dolla óþynnt kókosmjólk
½ poki frosið grænmeti að eigin vali (t.d. gulrætur,
brokkólí og blómkál)
ferskt timian eða kóríander
salt og pipar
Aðferð:
Hitið olíu á pönnu ásamt hvítlauk.
Skerið tófú í bita og setjið á pönnuna. Eldið á vægum hita,
passið að snúa á allar hliðar.
Þegar tófúið er orðið stinnt bætið grænmetinu við og eldið
Setjið karrí ssvo út á og þekjið allt vel.
Hellið kókosolíu að lokum út á og hrærið vel saman.
Saltið og piprið.
Þegar allt er orðið vel blandað og girnilegt má bæta fersku
timian eða kóríander út á, eftir smekkþ
Ég ber þetta fram með hrísgrjónum og fersku salati. Mæli með
að bæta smá turkmerik út á grjónin til að fá skemmtilegri lit.
Vegan hakk og spaghettí
Suma daga langar mig bara í eitthvað heitt og gott sem er
auðvelt að matreiða. Það var þvílík hamingja að uppgötva vegan hakk, ég mæli
sérstaklega með hakkinu frá Hälsens Kök.
Innihald:
Hálfur pakki heilhveiti spaghetti
300 g vegan hakk
Gulrætur (magn eftir smekk)
½ dós pastasósa (ég mæli með Jamie Oliver sósunni)
ólívuolía
salt og pipar
Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Skellið ólívuolíu i pott/djúpa pönnu og eldið vegan hakkið.
Skerið gulrætur i litla bita og blandið saman við hakkið
Saltið og piprið eftir smekk.
Borið fram með góðu hvítlauksbrauði
Chilli sin carne
Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Ég ber hann alltaf
fram með sýrðum rjóma frá Oatly, Guccamole og tortillaflögum. Veisla!
Innihald
1 dós niðursoðnar nýrnabaunir
3 lítil chilialdin
2 hvítlauksrif
2 gulrætur
1 rauð paprika
2 sellerístilkar
10 cm af blaðlauk
1 laukur
1 dolla kókosmjólk
4 msk tómatpúrra
1 msk hveiti
u.þ.b. 1 tsk cumin
smá kanill
Cayenne pipar
1 msk sítrónusafi
Salt og pipar
Skerið lauk, hvítlauk, blaðlauk og chilli og setjið olíu í
pott. Ef þú vilt ekki hafa þetta of sterkt er best að hreinsa fræin úr
chili-inu. Ef þú vilt hins vegar hafa þetta HOT er um að gera að setja extra chilli og hvítlauk og vera ekkert að hafa fyrir því að hreinsa burtu fræin.Eldið í um 10 mínútur eða þar
til laukurinn er farinn að gyllast.
Bætið kanil, cumin og cayenne út á.
Skerið
restina af grænmetinu og bætið út á ásamt baununum.
Eldið í nokkrar mínútur og
bætið svo við sítrónusafa, kókosmjólk og tómatpúrra. Hrærið hveitinu út í ásamt
salti og pipri og leyfið að malla í um kortér.
Asískur pottréttur
Ég fann þessa uppskrift inn á himneskt.is. En þar sem ég
borða ekki sætar kartöflur eins og er í uppskriftinni ákvað ég að Slauguvæða
réttinn aðeins. Útkoman var svo góð að ég gat eiginlega ekki hætt að borða og
fór næstum að grenja þegar rétturinn kláraðist.
Innihald
1 lítið blómkál
1 brokkólí
100g kartöflur
1 – 2 gulrætur
½ dós kjúklingabauni
2 msk kókosolía
½ dl vatn
1 tsk salt
1 tsk paprikuduft
1 tsk cumin duft
2 dl kókosmjólk
2 dl vatn
2 msk hnetusmjör
1-2 tsk garam masala
1 hvítlauksrif
1 msk engiferskot
smá sjávarsalt
ferskur timian
þurristaðar kasjúhnetur
Gulrætur og kartöflur skornar í bita og sett í eld fast mót
ásamt kókosolíu, ½ dl vatn, paprikudufti, cumindufti og salti. Leyfið
grænmetinu að marínerast ögn áður en það er stungið í ofn. Bakið í 25 – 30 mínútur
við 200°C.
Setjið kókosmjólk, vatn, hvítlauksrif, engifer, hnetusmjör,
garam masala og salt í blandara og blandið vel saman.
Hellið hnetusósunni í pott, skerið blómkál og brokkólí í
smátt og bætið út í ásamt kjúklingabaunum. Blandið saman og leyfið að malla í
10 mínútur.
Bætið bökuðum kartöflum og gulrótum loks út í og hrærið vel
saman. Leyfið að malla í 2 mínútur.
Þurrristið kasjúhnetur í ofni og stráið yfir réttinn ásamt
fersku timian áður en hann er borinn fram.
Bon appetit!
Heitt og gott
Þegar ég var krakki elskaði ég pulsupottréttinn hennar ömmu.
Ég man að ef ég var spurð hvað ég vildi í matinn svaraði ég alltaf: Pulsu eins
og amma í Reynihlíð gerir!
Svo hætti ég að borða kjöt og pulsurétturinn hvarf af
matseðlinum. Ég spáði ekkert frekar í það enda nóg annað að borða.
Það gerðist þá á dögunum að ég var lasin og átti nánast
ekkert til að borða. Mig langaði í eitthvað heitt og gott en átti bara frosnar
grænmetisbollur úr IKEA, sósur, krydd, lauk og haframjólk. Mamma mín stakk þá
upp á að gera grænmetisútgáfu af gamla góða pulsupottréttinum, enda er hann
mjög einfaldur.
Hér er uppskrift fyrir einn, en hana má stækka að vild. Svo er bara um að gera að smakka sig áfram með hráefnin, uppskriftin er sko ekki rist í stein!
Innihald
7 grænmetisbollur úr IKEA
2 msk tómatsósa
2 msk sýrður rjómi frá Oatly
1 msk veganmjólk
2 tsk red hot sósa
¼ laukur
salt og pipar
Saxið lauk og steikið á pönnu með olíu. Bætið tómatsósunni
og sýrða rjómannum út í og blandið saman. Setjið svo red hot og mjólk út í og hrærið. Setjið
grænmetisbollurnar út í og látið malla þar til bollurnar hafa hitnað í gegn.
Saltið og piprið eftir smekk.
Borið fram með kúskús eða kartöflumús.
Ummæli
Skrifa ummæli