Klausturmálið: Má ég biðja um betra borð fyrir Báru
,,Æji þegiðu nú, Slauga, mér er alveg sama um pólitík!"
Þetta hef égoft fengið að heyra í gegnum tíðina frá fólki sem telur sig ekki þurfa né nenna að vita neitt um pólitík. Ókei, gott og vel, fólk er víst allskonar og fílar allskonar hluti. En mér finnst nú bara sorglegt þegar fólk gefur skít í pólitík.
Ísland er lýðveldi, hér getum við myndað stjórnmálaflokka og kosið okkar fulltrúa á þing. Kosningaréttinn fáum við 18 ára. Hljómar einfalt, en er það kannski ekki. Það er nefnilega fólk úti í heimi sem er að deyja fyrir nákvæmlega þetta: Lýðræði.
Snúum okkur nú að kjarna málsins. Klausturmálinu svokallaða. Ef þú hefur ekki nú þegar heyrt um það mál þá er hér stutt samantekt:
Sex þingmenn, fimm karlar og ein kona, sátu að sumbli á Klaustur Bar í nóvember. Á sama stað sat fötluð, hinsegin kona sem heyrði hvað var í gangi og fór að taka samtal þingmannanna upp því henni ofbauð talsmátinn.Seinna lét hún fjölmiðla fá upptökuna, og þeir birtu sumt.
Í upptökunum má heyra þingmennina gera lítið úr og niðurlægja konur, samkynhneigt og fatlað fólk. Margt óviðeigandi og viðbjóðslegt kom fram og var mörgum hreinlega misboðið. Þarna voru sex þjóðkjörnir fulltrúar að gera lítið úr öðru fólki á almannafæri stanslaust í líklega 3 - 4 klukkutíma og vitni segja að þau hafi ekki öll verið rúllandi full. Áfengi afsakar hvort sem er ekki neitt.
Þetta fólk komst inn á þing af því einhverjir kusu þau. Þetta fólk tilheyrir því einu hæsta valdaþrepi Íslands, löggjafarvaldinu. Löggjafarvaldið setur lög sem við þurfum að fylgja. Lög sem kveða á um réttindi okkar og skyldur. Lög sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og kjör. Lög sem eiga að veita okkur réttarvernd. Og einhvern veginn eru þessar sex manneskjur með þetta vald, sex af sextíu og þremur, næstum 10% þingmanna.
Er okkur þrátt fyrir þetta alveg sama um pólitík? Eigum við bara að láta slíkt viðgangast? Er þetta enn allt sami skíturinn?
Þessi sex töluðu kynferðislega um samstarfskonur sínar, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og nauðgunum, líktu einni virtustu baráttukonu fatlaðs fólks við skepnu og gerðu lítið úr samkynhneigðu fólki.Og ekkert þeirra hafa sýnt einlæga iðrun. Tveir fóru í leyfi, tveir voru reknir úr eigin stjórnmálaflokki en ekkert þeirra hefur sagt af sér. Þess í stað eru fjögur þeirra að hugsa um að skjóta sendiboðann. Í lagi?
#takkbára
Þetta hef égoft fengið að heyra í gegnum tíðina frá fólki sem telur sig ekki þurfa né nenna að vita neitt um pólitík. Ókei, gott og vel, fólk er víst allskonar og fílar allskonar hluti. En mér finnst nú bara sorglegt þegar fólk gefur skít í pólitík.
Ísland er lýðveldi, hér getum við myndað stjórnmálaflokka og kosið okkar fulltrúa á þing. Kosningaréttinn fáum við 18 ára. Hljómar einfalt, en er það kannski ekki. Það er nefnilega fólk úti í heimi sem er að deyja fyrir nákvæmlega þetta: Lýðræði.
Snúum okkur nú að kjarna málsins. Klausturmálinu svokallaða. Ef þú hefur ekki nú þegar heyrt um það mál þá er hér stutt samantekt:
Sex þingmenn, fimm karlar og ein kona, sátu að sumbli á Klaustur Bar í nóvember. Á sama stað sat fötluð, hinsegin kona sem heyrði hvað var í gangi og fór að taka samtal þingmannanna upp því henni ofbauð talsmátinn.Seinna lét hún fjölmiðla fá upptökuna, og þeir birtu sumt.
Í upptökunum má heyra þingmennina gera lítið úr og niðurlægja konur, samkynhneigt og fatlað fólk. Margt óviðeigandi og viðbjóðslegt kom fram og var mörgum hreinlega misboðið. Þarna voru sex þjóðkjörnir fulltrúar að gera lítið úr öðru fólki á almannafæri stanslaust í líklega 3 - 4 klukkutíma og vitni segja að þau hafi ekki öll verið rúllandi full. Áfengi afsakar hvort sem er ekki neitt.
Þetta fólk komst inn á þing af því einhverjir kusu þau. Þetta fólk tilheyrir því einu hæsta valdaþrepi Íslands, löggjafarvaldinu. Löggjafarvaldið setur lög sem við þurfum að fylgja. Lög sem kveða á um réttindi okkar og skyldur. Lög sem hafa áhrif á lífsgæði okkar og kjör. Lög sem eiga að veita okkur réttarvernd. Og einhvern veginn eru þessar sex manneskjur með þetta vald, sex af sextíu og þremur, næstum 10% þingmanna.
Er okkur þrátt fyrir þetta alveg sama um pólitík? Eigum við bara að láta slíkt viðgangast? Er þetta enn allt sami skíturinn?
Þessi sex töluðu kynferðislega um samstarfskonur sínar, gerðu lítið úr heimilisofbeldi og nauðgunum, líktu einni virtustu baráttukonu fatlaðs fólks við skepnu og gerðu lítið úr samkynhneigðu fólki.Og ekkert þeirra hafa sýnt einlæga iðrun. Tveir fóru í leyfi, tveir voru reknir úr eigin stjórnmálaflokki en ekkert þeirra hefur sagt af sér. Þess í stað eru fjögur þeirra að hugsa um að skjóta sendiboðann. Í lagi?
#takkbára
Einmitt. Ef manni er umhugað um lýðræðið þá skýtur maður ekki sendiboðann heldur heiðrar hann.
SvaraEyða