Að læra tungumál
Slauga á Stykkishólmi. Hola! Í síðasta pístli ræddi ég um mikilvægi þess að þekkja eigin mörk og þora að biðja um aðstoð. Ég tók það samt skýrt fram að það væri ekkert að því, t.d. gætir þú kannski ekki gengið upp stiga en þá ættir þú að geta rúllað upp ramp eða tekið lyftu, í versta falli gætir þú beðið einhvern að bera þig upp. Það ættu að vera fleiri leiðir fyrir þig að komast áfram, að ná markmiðinu. Kan du inte? Vil du inte? Lesvélin hennar Slaugu. Í þessum pístli langar mig að fjalla um það að vera daufblind og læra tungumál. Eins og ég hef áður greint frá þá missti ég heyrnina í kringum 5 ára aldur. Þá kunni ég að tala íslensku og hafði lært smá íslenskt táknmál af eldri systur minni, þó að íslenskuorðaforði 5 ára barns væri raunar ekki mikil. Ég t.d. sagði alltaf „aði“ þegar ég notaði sagnorð í þátíð, svo dæmi sé nefnt. Þrátt fyrir það lærði ég meira í grunnskóla. Ég var reyndar mjög latur nemandi fyrstu 3 árin, nennti sjaldan að lesa og var allta...