Hvað er að frétta, ableismi?
Slauga og Snæja við Gróttu. Mynd úr einkasafni. Aaaatsssjúúúúú! Afsakið hnerrann, Slaugan hérna er bara með bráðaofnæmi fyrir fötlunarfordómum. Rakst á grein þar sem höfundur taldi ákveðinn hóp fatlaðs fólks ekki vera fatlað því það hefði ekki sömu hagsmuna að gæta. Bíddu við, ha? Hefur ófatlað fólk þá allt sömu hagsmuni? Hvað er annars að því að vera fatlaður einstaklingur? Ég bara spyr... Almenn skilgreining á fötlun er andleg eða líkamleg skerðing sem veldur því að fólk mætir hindrunum í daglegu lífi því það passar ekki inn í staðla sem samfélagið setur. Þannig gerir samfélagið ekki ráð fyrir fjölbreytileikanum og dæminu er í raun snúið við, samfélagið er fatlaði aðilinn í sambandinu því það skortir víðsýni og skilning. Þetta er allavega félagslega nálgunin á fyrirbærinu fötlun, sem ég hef áður greint frá í bloggfærslunni um klofna kerfið. Ég er fötluð og er 21 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Ég er fædd á Akureyri og er daufbli...