Túlkamálið: Fjárlög vs. Mannréttindi
Allir þátttakendur sumarbúðanna í Svíþjóð 2017. Við systur sátum við morgunverðarborðið og vorum að ræða námið okkar. Hún þurfti að skrifa helling af ritgerðum í stjórnmálafræði á meðan mér fannst ég alltaf í hlutaprófum í viðskiptafræði. Þá mundi ég að ég þyrfti að klára eitt verkefni í lögfræði, en þrátt fyrir að viðskiptalögfræði væri ein af uppáhalds greinum mínum var ég ekki mjög spennt fyrir henni þennan morgun. „Til hvers að læra lögfræði?“ spurði ég sjálfa mig upphátt og vísaði til þess að ég tapaði máli gegn ríkinu og Samskiptamiðstöð nýlega. Systir mín dæsti en benti mér á að lögfræði gæti nú alveg komið að einhverju gagni. Ég samsinnti henni, en bætti þó við að ef til vill kæmi lögfræðin ekki að gagni þegar kæmi að mannréttindum. ...