Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2017

Túlkamálið: Fjárlög vs. Mannréttindi

Mynd
Allir þátttakendur sumarbúðanna í Svíþjóð 2017.  Við systur sátum við morgunverðarborðið og vorum að ræða námið okkar. Hún þurfti að skrifa helling af ritgerðum í stjórnmálafræði á meðan mér fannst ég alltaf í hlutaprófum í viðskiptafræði. Þá mundi ég að ég þyrfti að klára eitt verkefni í lögfræði, en þrátt fyrir að viðskiptalögfræði væri ein af uppáhalds greinum mínum var ég ekki mjög spennt fyrir henni þennan morgun.                 „Til hvers að læra lögfræði?“ spurði ég sjálfa mig upphátt og vísaði til þess að ég tapaði máli gegn ríkinu og Samskiptamiðstöð nýlega.                 Systir mín dæsti en benti mér á að lögfræði gæti nú alveg komið að einhverju gagni. Ég samsinnti henni, en bætti þó við að ef til vill kæmi lögfræðin ekki að gagni þegar kæmi að mannréttindum.         ...

Daufblinda alla leið

Mynd
Sænski listamaðurinn og rithöfundurinn Torbjörn Svensson er með Usher II. Mynd fengin að láni úr einkasafni. Ég er daufblind. Ég missti heyrnina í kringum 5 ára aldur en fékk kuðungsígræðslu 7 ára þannig að ég heyri smá með hjálp heyrnartækis. Sjónin hefur alltaf verið slæm, en hún fór þó versnandi með árunum, fimm ára var  ég fjarsýn, 8 ára sjónskert og í dag er ég lögblind. Ég sé enn eitthvað, en þó aðeins úr meters fjarlægð skýrt auk þess sem sjónsviðið er eins og út úr klósettpappírsrúllu. Þrátt fyrir að vera daufblind, fannst orsök þessarar tvöföldu fötlunar  ekki fyrr en ég var 15 ára. Lengi vel töldu læknarnir að ég væri með Usher, en að lokum leiddi DNA-greining í ljós að ég væri með BVVL, sem er afar sjaldgæfur taugahrörnunarsjúkdómur. En hvað er daufblinda? Hvað veldur daufblindu? Og hvernig getur daufblint fólk haft samskipti. Hvað er daufblinda? Daufblinda er samþætt sjón- og heyrnarskerðing. Daufblinda getur verið annaðhvort síðbúin eða meðfædd eft...