Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2021

Besta áramótatiramisu-ið

Mynd
  Tiramisu. Mynd af https://www.askchefdennis.com/the-best-tiramisu-you-will-ever-make/ Jól og áramót eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það sem gerir þau svo aðlaðandi í mínum huga eru allar skreytingarnar, stemmningin, samveran og maturinn að ógleymdum kærleikanum.   Ég legg mikið upp úr jóla- og áramótamatnum enda er markmiðið alltaf að borða á sig gat. Ég elda reyndar ekki matinn sjálf en hins vegar er ég farin að dunda mér við að gera eftirréttina. Á mínu heimili skiptum við með okkur verkum og nú seinast sáum við pabbi um eftirréttina. Hann gerði ris a la mande   með karamellurjóma fyrir aðfangadagskvöld og cherry fromage á   jóladag á meðan ég gerði Toblerone súkkulaðimús á öðrum í jólum og tiramisu á gamlárskvöld.   Ég er vön að gera súkkulaðimús svo þetta var ekkert mál, en tiramisu var mun meiri áskorun. Eftir að hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu um hið klassíska ítalska tiramisu ákvað ég að fylgja uppskrift eftir  kokkinn Dennis Littley...