Gamlárspístill: Klikkaða árið 2019
Slauga á Akureyri jólin 2019. Áramót, enn og aftur... 2019 er senn á enda og stutt í að næsti áratugur taki við. Þetta ár hefur verið heldur viðburðarríkt hjá mér, og sömuleiðis áratugurinn. Á þessum áratug lauk ég tveimur skólastigum og hóf það þriðja, uppgötvaði Crossfit og gaf út bók. Þá fékk ég einnig NPA, keypti mína fyrstu bífreið og flutti að heiman. Svo ég tali nú ekki um að hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu og farið að taka slatta af B2-vítamíni á hverjum degi. Þetta hefur svo sannarlega verið viðburðarríkur áratugur hjá mér, en nú langar mig aðeins að staldra við og líta yfir árið sem er að líða, sem sagt 2019. 2019 hófst með látum í stofunni heima hjá foreldrum mínum. Venjan á heimilinu er að skála í freyðivíni á miðnætti, og í þetta skipti var vínflastan sett í hendurnar á mér og allir biðu eftirvæntingarfullir eftir að ég opnaði hana. Það tókst þó ekki betur til en svo að vínið gusaðist yfir mig þegar ég loks náði tappanum af, enda hafði ég ekki gæt...