15 Einföld Sparnaðarráð
Bíllinn hennar Slaugu. ,,Ég skil ekki hvernig allir þessir námsmenn eiga efni á bíl.“ Þetta sagði eldri maður við mig um daginn þegar hann sá alla bílana í Stúdentagörðum. Ég gat ekki annað en samsinnt honum, en benti þó á að ég á sjálf bíl. Það tók mig samt nokkur ár að safna fyrir honum, og það getur verið fokdýrt að reka hann. En vegna fötlunar minnar hafði ég þó lítið val, ólíkt sumu fólki. Þessir námsmenn hafa líklega safnað fyrir sínum bíl, eða tekið smálán. Smálán eru samt ALLS ekki sniðug, þar sem þau margfaldast oft með tímanum út af því að háir vextir eru lagðir á lága upphæð. Eða kannski eiga þessir stúdentar ríkan pabba, hver veit? En það eru oft kostir og ókostir við ýmsa hluti, eins og til dæmis bílakaup, og við þurfum þá að velja og hafna. Við þurfum oft að velja og hafna þegar kemur að ráðstöfun fjármuna. Sumir fá himinháar tekjur á meðan aðrir rétt ná að klóra sig í gegnum daginn með nokkrar krónur. Sömuleiðis er fólk með mismunandi...