Úr tilraunaeldhúsi Slaugu
Slauga á pítsunámskeiði á Ítalíu 2017. , ,Y ou are what you eat.“ Þessa setningu hef ég oft fengið að heyra í gegnum tíðina. Þegar ég stundaði lyftingar á fullu var mælt með því að ég borðaði nóg af hollum og næringaríkan mat fyrir æfingar og sagan endurtók sig í boxi og Crossfit. Maturinn sem ég borða á nefnilega ekki bara að veita orku, heldur líka næringu. Það skal viðurkennt strax að ég er ekki hollustufrík, sérstaklega ekki þegar ég var unglingur.Þá var ég alltaf að gleyma að borða og þegar ég borðaði vildi ég helst bara það sem mér fannst gott, eins og pizzur, nammi og bakkelsi. Sjúkraþjálfarinn minn tók eftir því og var óþreytt við að telja upp allar kaloríurnar. Ég man að það var til dæmis skíðatæki á æfingarstöðinni sem mældi vegalengd í hringjum. Ég var oft að nota þet ta tæki og þjálfarinn grínaðist með að ég gæti fengið einn hring af snúð fyrir hvern hring af skíði, þannig að ég fór oft marga hringi í einu. En nóg um það, ég er ekki eins sjúk í óhollan m...