Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2019

Að vera eða ekki vera aktivisti

Mynd
Ég er ung fötluð kona í háskólanámi. Ég hef mína drauma og mínar væntingar, en ég veit að á sama tíma og ég hef réttindi hvíla líka á mér skyldur. Ég var reyndar mjög ung þegar ég kynntist hagsmunabaráttu. Í raun var ég bara um það bil sex ára, þegar ég varð vitni að stjórnarfundi hagsmunafélags foreldra heyrnarlausra   barna í stofunni heima hjá mér. Ég vissi ekki þá hvers konar starfsemi væri í gangi, ég skildi bara að þetta væri mikilvægur fundur. Síðan þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir þriðja geiranum, og haft áhuga á starfsemi hagsmunafélaga. Ungliðastarfið heillar Ég var þrettán ára þegar ég var kosin í nemendaráð í skólanum mínum. Ég hafði mikinn áhuga og vildi leggja mitt af mörkum. Fljótlega uppgötvaði ég þó eitt, ég var mjög háð   öðru fólki þegar kom að þátttöku í nemendaráði. Ég þurfti túlka og aðstoðarfólk en á þessum tíma hafði ég ekki eigið aðstoðarfólk. Ég var bara með liðveislu nokkur kvöld í mánuði og þurfti því að velja vel   hvernig é...