Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2019

Nýárspístill Slaugu

Mynd
„Úff, ég vona að ég sé ekki fallin“ sagði ég við túlkinn eftir síðasta lokapróf haustannarinnar. Ég dæsti og hugsaði með sjálfri mér: fallin í tölfræði eða fallin í lífinu? Ég ákvað að vera ekkert að spá frekar í þessu og drífa mig að pakka. Ég ætlaði nefnilegaað eyða jólunum á Spáni með fjölskyldunni. Þar ætluðum við að heimsækja ættingja, slaka á og njóta lífsins. Og í leiðinni ákvað ég að taka mér frí frá skjánum, ekkert Facebook, Twitter eða mail í bili. Bara textaskilaboð og smá Instagram. Ekkert óþarfa áreiti, bara slöku Taugarnar höfðu vægast sagt verið þandar síðustu vikur. Til að byrja með tók ég þá ákvörðun að sækja um stúdentaíbúð, enda komin með meira en nóg af að búa í  foreldrahúsum. Ég sá einnig fram á að vera í skóla næstu árin, svo stúdentaíbúð var kannski bara málið. Auk þess er ég alls ekki ein af þeim sem vilja helst bara kaupa sitt eigið hús, en það er víst önnur saga. Áður en ég vissi af var ég farin að skoða íbúðir og bara búin að finna draumaíbúðina. Það ...