Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2018

Klausturmálið: Má ég biðja um betra borð fyrir Báru

,,Æji þegiðu nú, Slauga, mér er alveg sama um pólitík!" Þetta hef égoft fengið að heyra í gegnum tíðina frá fólki sem telur sig ekki þurfa né nenna að vita neitt um pólitík. Ókei, gott og vel, fólk er víst allskonar og fílar allskonar hluti. En mér finnst nú bara sorglegt þegar fólk gefur skít í pólitík. Ísland er lýðveldi, hér getum við myndað stjórnmálaflokka og kosið okkar fulltrúa á þing. Kosningaréttinn fáum við 18 ára. Hljómar einfalt, en er það kannski ekki. Það er nefnilega fólk úti í heimi sem er að deyja fyrir nákvæmlega þetta: Lýðræði. Snúum okkur nú að kjarna málsins. Klausturmálinu svokallaða. Ef þú hefur ekki nú þegar heyrt um það mál þá er hér stutt samantekt: Sex þingmenn, fimm karlar og ein kona, sátu að sumbli á Klaustur Bar í nóvember. Á sama stað sat fötluð, hinsegin kona sem heyrði hvað var í gangi og fór að taka samtal þingmannanna upp því henni ofbauð talsmátinn.Seinna lét hún fjölmiðla fá upptökuna, og þeir birtu sumt. Í upptökunum má heyra þingmennin...