Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2018

Crossfit-æfingar fyrir sitjandi fólk

Mynd
,,Heyrðu, helduru að ég gæti æft Crossfit?" spurði ég vinkonu mína í janúar 2017. ,,Uuuu, já!" var svarið frá vinkonunni, sem hafði verið á fullu í Crossfit um tíma. Það hefur varla farið framhjá neinum að ég er mikið fyrir íþróttir. Ég   elska að taka á því, hreyfa mig og vera í góðu formi. Þegar ég var að alast upp flakkaði ég á milli íþrótta, fimleikar, sund, fótbolti, hestanámskeið, jóga, skák... Á endanum prófaði ég þrekíþróttir. Ég fór að mæta í einkatíma í víkingaþreki og boxi og það var þá sem ég uppgötvaði hve mikil snilld þrekíþróttir eru og ákvað að ég vidi halda áfram á þeirri braut. Eftir nokkra mánuði í einkaþjálfun fór ég í lyftingar. Ég fílaði alveg lyftingarnar en andinn í liðinu var svo slæmur að ég hætti eftir nokkra mánuði og færði mig yfir í Crossfit. Nú hef´ég stundað Crossfit í næstum tvö ár, og er mjög ánægð þar. Ég var þó efins um að þetta væri íþrótt fyrir mig til að byrja með. Vinkonur mínar æfðu Crossfit og voru sífellt að tala u...