Slauga skellir sér í Reykjavíkurmaraþonið
Slauga og aðstoðarkona úti að hjóla. Nei sko, Slauga var að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið! Þetta verða 10 hressilegir kílómetrar, en ég ætla að hlaupa til styrktar Fjólu, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Því þetta félag er mér afar kært. En hvað er Fjóla og afhverju er Slauga að rúlla fyrir þetta félag? Fjóla, áður Daufblindrafélag Íslands, var stofnað í mars 1994. Félagið hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og menningu fólks sem bæði sér og heyrir illa. Um er að ræða afar lítinn minnihlutahóp sem er mjög jaðarsettur í samfélaginu. Þar sem þetta fólk er með tvöfalda skerðingu þarf það gjarna mikla hjálp og aðlögun til að geta tekið þátt í samfélaginu og lifað mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Eins og kerfið er núna þarf þetta fólk þó að leita á marga mismunandi staði og jafnvel berjast fyrir því að fá lágmarks aðstoð, eins og ég hef fengið að reyna á í túlkamálinu svokallaða. En nýlega var þó stofnað greiningarteymi sem á að h...