Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2018

Eurovision-ævintýri Slaugu

Mynd
Slauga á rúntinum í Bakú. Gleðilega Eurovision-viku! Ég hef í sannleika sagt verið algjör Eurovision-aðdáandi frá því ég man eftir mér, sem hefur líklega ekki farið framhjá mörgum. Eftirminnilegasta Eurovision-árið mitt var samt 2012, árið sem Loreen kom, sá og sigraði keppnina með hinu magnaða lagi Euphoria. En þetta er samt ekki eina ástæðan fyrir því að 2012 er algjört uppáhald, heldur einnig það að ég fékk að fara og sjá keppnina í Bakú. Já, þú last það rétt, ég flaug alla leið til Azerbaijan bara til að upplifa alvöru Eurovision. Sagan á bak við er samt svolítið löng, og því datt mér í hug að rifja hana upp hér í tilefni þess að nú er Eurovision-vika. Handritakeppni fyrir hreyfihömluð börn Ég var 16 ára unglingur, nýbúin að gefa út bókina mína Undur og Örlög og að klára grunnskólann. Einn daginn kem ég heim úr skólanum og mæti mömmu minni. ,,Hey, Klara frænka hringdi," segir mamma og ég lít á hana, jæja, enn ein frænkan að hringja? En nei, þetta var ekki allt og s...