Umræðan um starfsgetumat: Ef þú getur gert 9 armbeygjur áttu að vinna 90% starf
Hvað er að frétta? Já, alveg rétt, Alþingi var að hefjast á ný eftir sumarið og svo datt ríkisstjórnin bara í sundur. Slaugan klórar sér nú í hausnum yfir öllu sem er að gerast í íslenskri pólitík. Það er nefnilega það að pólitík hefur mun meiri áhrif á okkur öll en margir halda. Það er Alþingi sem sker út um hvort fólk fái mannsæmandi heilbrigðisþjónustu, geti sótt sér menntun og geti lifað sjálfstæðu lífi. Alþingi setur lög sem hafa áhrif á líf okkar og það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að framkvæma þau. Slaugu langar nú að ræða um áform um svokallað starfsgetumat. Starfsgetumat er m.a. skilgreint sem heildrænt mat á líkamlegri, andlegri og félagslegri getu einstaklingsins í því skyni að veita honum einstaklingsmiðaða endurhæfingu og draga úr ,,vinnuletjandi“ þáttum, hvað svo sem það nú þýðir. Með matinu er geta viðkomandi til að afla eigin tekna metin og miðað að því að virkja hann enn frekar. En hvað er starfsgeta ? Eftir því sem Slaugan kemst næst ...