Allir geta sungið!
Ég hef verið mikill aðdáandi Eurovision frá því ég man eftir mér. Ár eftir ár hef ég blastað keppninni í sjónvarpinu, öðru heimilisfólki til mikillar mæðu, spáð og spekúlerað og einu sinni farið alla leið til Bakú til að sjá keppnina. Slauga akandi um Bakú í Eurovision-bífreið. Satt að se gja hef ég þó haft nóg annað að gera síðustu tvö ár en að fylgjast með Eurovision, en það þýðir samt ekki að áhuginn sé að fjara út. Í ár fékk ég loks tíma til að fylgjast ögn með Söngvakeppninni, og ég held að ég hafi aldrei verið með jafn mikinn valkvíða og einmitt nú. Ég reyndi samt bara einu sinni að kjósa, en eftir að atkvæðið komst ekki til skila ákvað ég að spara símareikninginn og láta aðra um að liggja á símanum. Það var alveg gott og blessað, enda gat ég eiginlega ekki valið á milli Dags og Ara. Það ætti að taka það fram strax að ég er mjög virk manneskja sem þarf alltaf að hafa meira en nóg að gera. Eftir að úrslitin voru tilkynnt sat ég því eftir í sófanum og h...