Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2020

Draumurinn um háskólagráðu

Mynd
Slauga viðskiptafræðingur. ,,Fyrst klárar þú grunnskóla, svo getur þú farið í menntaskóla og svo alla leið í háskóla.“ Þetta sagði kennarinn minn við mig einn daginn í 5. bekk þegar ég hafði leyst enn eitt verkefnið og var að sýna henni afraksturinn. Hún hafði greinilega fulla trú á mér en ég horfði bara á hana og sagði hneyskluð: ,,En það er svo langt þangað til!“ Núna, rúmum þrettán árum síðar hef ég lokið öllum þessum skólastigum. Tíminn leið hraðar en ég bjóst við <en draumurinn um   að fara í háskóla var alltaf til staðar. Einhverjir myndu segja að menntun sé ofmetin, en mér var kennt að meta menntun og að hún væri lykillinn að velferð. Ef ég var við það að gefast upp á náminu, sem gerðist af og til, hugsaði ég til langafa míns, fátæka bóndans á Ströndum, sem stritaði allt sitt líf til þess að afi minn og bræður hans gætu gengið menntaveginn. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að menntast á Íslandi, hvað þá fyrir fátækan bóndason eins og afa. En allt stritið borgað