Færslur

Sýnir færslur frá október, 2018

Smá um umhirðu húðar

Mynd
Ég hef oft fengið að heyra það hvað ég er með fallega húð. Fólk spyr mig jafnvel hvernig ég fari að því að vera með svona fallega húð. Ég veit ekki alveg hvernig fólk skilgreinir fallega húð, það gæti verið slétt húð, húð með engar bólur, þurrkubletti eða húð sem er ekki mislituð. Ég fæ nú samt bólur og af og til þurrkubletti, en ég hef þó vanið mig á að passa vel upp á húðina. Þegar ég var táningur var ég með frekar slæma húð og þurfti að nota lyfseðilsskylt krem við því, en það er víst bara eðlilegt að vera með slæma húð á þessum aldri. Einnig var ég með stöðugt exem á höndunum sem barn og það þarf enn lítið til að húðin þar fari úr jafnvægi. Ég ákvað því að skella í stutta bloggfærslu og svara spurningum fólks um hvernig ég hugsa um húðina mína, vonandi hjálpar það einhverjum. Það skal tekið strax fram að ég er ekki snyrtifræðingur, en ég hef mikinn áhuga á svona hlutum. Það gæti líka vel verið að ég sé bara heppin með húð, en mér finnst ólíklegt að það sé eina ástæðan.

Upp á gátt

Mynd
 „Ég var með þunglyndi en nú líður mér betur.“ Þetta sagði ungur daufblindur karlmaður eitt sinn þegar ég var stödd í norrænum sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni. Þetta var seinasta kvöldið okkar og því mikið um að vera. Við fórum í leiki, héldum ræður, tókum myndir og skemmtum okkur langt fram á nótt. En þessi ungi maður hafði haldið sig mestmegnis til hlés þangað til hann stóð allt í einu upp og bað um orðið. Hann hafði þá setið rétt við innganginn að stofunni sem við vorum í, og ég man að þegar ég tók eftir honum þarna átti ég hálft í hvoru von á að hann hlypi út á hverri stundu. En í staðinn stillti hann sér upp fyrir framan fulla stofu af fólki, þakkaði okkur fyrir samveruna og brýndi mikilvægi þessara sumarbúða. Hann ræddi opinskátt um andleg veikindi sín og ég man að ræðan var svo innileg og blátt áfram að sum okkar táruðumst. Ári síðar er ég á ráðstefnu fyrir unga daufblinda leiðtoga þar sem viðfangsefnið er streita og aðferðir við að meðhöndla hana. Þarna stígu