Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2019

Bak-þankar

Mynd
Mynd tekin mánuði eftir aðgerð. Ég veit, ég er alltaf að tala um bakið á mér, en þetta er síðasta spammið í bili. Ég lofa. P.S. Neðar í greininni er mynd af skurðinum, svo þú mátt búa þig undir smá óþægilega sjón. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að ég vil veita öðru fólki innsýn í það hvernig er að vera með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm og gangast undir stóra bakaðgerð. Við upplifum hlutina á mjög ólíkan hátt og sömuleiðis er mismunandi hvernig þeir ganga hjá okkur, en samt má alltaf læra eitthvað af reynslu annarra. Sjálf fannst mér ég mjög heppin að geta rætt við aðra sem höfðu lagst undir hnífinn og látið laga á sér hrygginn. Það var líka áhugavert að bera saman aðgerðirnar og sjá hvað sumt var líkt en annað ekki. Þess vegna ætla ég að rifja upp þegar ég fór í þessa aðgerð, hvernig hún gekk fyrir sig og hvernig mér leið. Ég fór í þessa bakaðgerð 5. júni sl. Laga þurfti skekkjur á svæði L4 og T4 á hryggnum á mér, en skekkjan var komin vel yfir ásættanleg m